Blogg #9 - Breytt ferðaáætlun

Við breyttum ferðaáætluninni MJÖG mikið í kjölfar fjölda tilboða um að sækja æfingar og koma í heimsóknir. Ferðalýsingin kemur vonandi bráðlega (þegar undirritaður hefur náð andanum eftir síðasta ferðalegginn) en hér er leiðin sem við keyrðum og staðirnir sem við stoppuðum á og nutum gestrisni.

 

LEIÐIN SEM NÚ ER NÝLOKIÐ

 

Þórarinn litli er úti akkúrat núna með Sævari og Ásþóri að komast í sinn þyngdarflokk, en hann þarf að ná af sér 1,3 kg. á 6 tímum. Klárar það sennilega á þremur. Það er algjör sadismi og ömurlegt að þurfa að láta 9 ára dreng standa í þessu og það tekur á mann. En hann verður mun leiðari að þurfa að eiga við -38kg flokkinn og eiga litla möguleika þar. Mikið er ég feginn að heima á Íslandi er júdósambandið og júdóþjálfarar ekki að standa í svona klikkun heldur para menn saman aðeins eftir getu, ekki bara aldri og þyngd. Það sem skiptir máli á endanum er hvar menn eru þegar þeir verða 18-19 ára. Nóg um það, nú fer ég að SOFA! Í 90 mínútur...

 Uppfært ...OK, kominn aftur við lyklaborðið og vigtun hefur verið lokað. Þrátt fyrir mjög hetjulega frammistöðu og alveg hreint ÓTRÚLEGT úthald, þá náði Þórarinn ekki niður þótt litlu munaði. Einfaldlega örlítið of mikill fituvefur til staðar. En þvílíkur kappi, gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ef allir væru nú svona.

Allir aðrir voru þar sem þeir áttu að vera nema Sævar en langar keyrslur og dálítið of mikill matur í gogginn á hverjum stað setti hann í 6kg yfir þyngd. Hann lætur á það reyna núna, en verður tekinn stærðfræðilega niður í þyngdarflokki líkt og Þórarinn Þeyr fyrir síðsta Bandaríkjameistaramótið sem nú eru 3 vikur í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan svefn, þið eruð að standa ykkur frábærlega, við erum með ykkur í hug og hjarta bæði í svefni og vöku.

Haldið áfram að vera æðisleg við erum monntinn og rosa stollt af ykkur öllum, :)

Böðvar (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 14:28

2 identicon

Sorry to hear about him not weighing he tried so very hard, big hugs to my little friend.

Tanya Sester (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 02:53

3 Smámynd: WOW Júdó!

It didn't matter in the end, 'cause Thor won! I think it was the run on the dam with you that did the trick ;)

WOW Júdó!, 8.7.2013 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband