Blogg #8 - Óvænt boð um þáttöku í Northern & Central American Championships 2013!!

Fréttir dagsins eru að Perú bauð okkur Íslendingunum keypis þáttöku Northern & Central American Jr. Judo Chamiponships. Það var mikill heiður, því hér voru samankomnir margir bestu júdómenn heimsálfanna tveggja, Pan American meistarar og svo framvegis. Yngri keppendurnir gátu hinsvegar hvílt sig því um var að ræða 15 ár og eldri einungis.

Slökun á hótelinu

Kvöldið fyrir mótið var dregið í flokka og við Sævar tókum þá ákvörðun að skrá hann líka í +100 kg flokkinn svo hann fengi enn fleiri glímur. Þar mundi hann líka mæta Sobay, andstæðingi sem nýverið vann sér inn þáttökurétt á Heimsleikum Unglinga – Jr. World Championships – Sem haldið verður hér í Bandaríkjunum bráðlega. Hann er reyndar heilum 30 kg. þyngri en Sævar sem er náttúrulega alveg kreisí, en það munaði svo litlu að Sævar mundi ekki ná vigt að okkur fannst bara í lagi að láta á það reyna til að minna sig á hversvegna maður léttir sig niður fyrir 100kg ef maður getur!

Sævar í -100kg & + 100kg

Keppt var samtímis í báðum flokkum og því var ákvörðunin frá því kvöldið áður etv. ekki mjög gáfuleg um að bæta við flokki, en Sævar bakkaði ekki út úr því. Málið hér var að berjast og fá reynslu! Sobay (+100 kg) hafði betur, en að varð honum ekki vandræðalaust, enda Sævar vanur að berjast við Þormóð hér heima sem er bæði stærri, þyngri og sterkari en Sobay og kasta honum öðru hvoru. Undirritaður saknaði gríðarlega öflugrar bragðasamsetningar sem Sævar er með og hefði átt ágætis möguleika á að fella risann, en hann sagði eftir glímurnar að Sobay hefði lokað of mikið á þá sóknarleið.

Í sínum flokki -100kg átti Sævar harma að hefna eins og þeir sem lesa bloggið okkar muna, en hann keppti við Kevin Castillo frá Costa Ríka á JO International og mætti honum aftur í þessu móti. Stutt og laggott þá má segja það sem svo að Castillo átti aldrei möguleika Sævar var alveg stálhertur í að jarða hann, því hann vissi að hann ætti það inni og jarðaði hann einfaldlega með ógurlegu kasti. Castillo sá aldrei til sólar enda sjálfsagt búinn að fá nóg af henni heima hjá sér.

Grímur -81kg

Grímur hélt áfram að bæta sig og var nú svo nálægt því að taka sér eldri andstæðinga niður að hann varð sár, aldrei þessu vant þegar glímunum var lokið. Sem fyrr enduðu glímurnar á að hann steig inn í kasttilraun í ójafnvægi og gaf andstæðingnum sigurinn, en Grímur var þegarsvo var komið yfir á sóknum í báðum glímum og virkaði mun sigurþyrstari. Það er hinsvegar ekki nóg þegar maður teygir sig of langt í bragð, þá lendir maður í mótbragði og það gerðist aftur hér.

Verðlaun: Skýr skilaboð um það hvað Grímur þarf að bæta.

Daníela -78 kg – Blóð, sviti og hár

Enn þurftu Daníela og Myers að glíma til úrslita í „best af þremur“ og það hreinlega sauð á Daníelu eftir tvöfalt tap fyrir henni á JOs. Myers hafði ákveðinn veikleika sem við ræddum fyrir glímuna og fljótlega eftir að fyrri bardaginn hófst var ljóst hver væri að fara að vinna hann. Daníela komst yfir og reyndi að hengja hana í tvígang en hún slapp í bæði skiptin orðin stareyg og fjólublá í framan. Að lokum lentu þær enn í gólfinu eftir kasttilraun og Daníela lést ætla inn í hengingu aftur en snéri bragðinu við og endaði í fastataki sem Myers slapp ekki úr.

Regnbogadísin - Gull, silfur og brons

Seinni glíman var enn betri og Daníela komst yfir og var enn að reyna við hengingarnar og fjólublá og með bólgna tungi tókst Myers að sleppa úr henni en var vönkuð og lenti í armlás sem Daníela hefur kvartað um að ná aldrei. Nema núna – 100% pottþéttur lás og hún keyrði í hann af fullu afli og braut næstum á henni hendina því Myers reyndi að losa sig í andartak. Langbestu glímur hennar nokkru sinni. En hvað þýðir það fyrir hópinn okkar og ferðina? Jú... fyrsta meistaratitilinn.

Daníela er s.s. North & Central American Champion í  IJF -78kg flokki kvenna. Til hamingju með það. Nú er bara að bæta á gullstæðuna en hér er medalíustaðan.

Samantekt á WOW Júdó 2013 í Bandaríkjunum 1. júlí 2013

Brons: 6

Silfur: 4

Gull: 1 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband