Blogg #29 Live Stream frá Flórída!
27.7.2013 | 03:21
Afsakið tímaflakkið en við eigum eftir að blogga um æfingabúðir síðustu fjögurra daga hér í Flórída en það þarf að bíða. Komið er að lokamótinu - Jr. Open International hefst á morgun, laugardaginn 27. júlí.
Þá keppa þeir Grímur Ívarsson, Úlfur Þór Böðvarsson og bræðurnir Ásþór Loki Rúnarsson og Þórarinn Þeyr Rúnarsson. Daníela og Sævar keppa svo á sunnudag en eftir það keppa ALLIR krakkarnir í svokölluðu Golden Score móti
Bein útsending verður ALLAN DAGINN frá keppnissvæði 1 og svæði 2. ALLAR úrslitaglímurnar verða svo í beinni útsendingu, en þeim verður grúppað saman í eina sýningu. Þetta er mikil sýning, komið hefur verið upp glæsilegu keppnissvæði og úrslitaglímunum verður gert mjög hátt undir höfði en allar aðrar glímur eru stöðvaðar á meðan.
Keppnin hefst klukkan 09.00 hér í Flórída en það ætti að vera um kl. 13.00 heima á Íslandi. Opening Ceremonies eru kl. 19.00 að íslenskum tíma (15.00 í Flórída) og strax að þeim loknum verða allar úrslitaglímurnar.
Sami hátturinn verður hafður á daginn eftir fyrir IJF, meira um það á morgun.
Kveð með mynd af ströndinni í gær.
PS. Golden Score mótið er peningaverðlaunamót með sérstökum reglum, en þar tapar sá um leið sem fær annaðhvort víti á sig eða skor gegn sér, sama hversu lítið það er. Það verður áhugavert.
PSS. Þjálfarafundurinn var um borð í snekkju, farið var í siglingu og veittar lúxusveitingar og drykkir í boði hússins. Kliiikkað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.