Blogg #27 Vatnaveröld og seinasta æfingin í Waka Mu Sha

Í þessu síðasta bloggi frá Atlantastórvikunni ætla ég að blanda saman tveimur dögum miðvikudegi og  laugardegi. Hversvegna? Vegna þess að það voru kúl dagar.

Miðvikudagur

Deginum var eytt í magnaða ferð í Georgia Aquarium. Þar gefur að líta magnaðar verur úr sjávardjúpum, kóralparadísum, hitabeltisársvæðum og öðrum þeim sprænum og skítapollum sem príða veröld okkar. Í þessu safni eru herlegheitunum uppstillt þannig að úr verður stórkostleg sýning fyrir augu og eyru og þar er alveg lágmark að verja 3 klukkustundum.

Myndir segja meira en þúsund orð. Látum þær tala svona til tilbreytingar.

Í kóraldjúpi

Kóralrif baðað í sólarljósi. 

Fjölskyldan í kóralrifi

Fjölskyldan í kóralrifi

Krókódíll og þrjú saklaus börn 

Krókódíll og þrjú saklaus börn. 

Furðuheimar

Furðuskepnur í undirdjúpum. 

Aðeins stærra fiskabúr en heima

Stóra fiskabúrið.

Höfrungasýningin að byrja

Mögnuð höfrungasýning. Þetta var um hálftíma sýning og var alveg hreint rosalega mögnuð. Þar mátti hvorki taka myndir né vídeó og að sjálfsögðu fórum við eftir því eins og Íslendinga er siður.

Laugardagur

Hörð morgunæfing hjá Leo White.

Daníela og Rhonda

Daníela æfði talsvert á móti þessari massífu konu – Rhonda. Hún var grjóthörð. 

Ásþór tók snúning með öllum sem kenndu honum og æfðu með honum fyrir þremur árum. Nú voru stærðarhlutföllin aðeins önnur og hér skellir hann Chris eftir að hafa gert karlinn úrvinda úr þreytu. Chris er efnaverkfræðingur og þróar efnaferla til að framleiða flókin efnasambönd í miklu magni. Hann bruggar bjór í frítímanum og það meir að segja ansi góðan bjór eins og ég komst að um  laugardagskvöldið. 

Ási og Chris

Leo fylgdist alltaf vel með öllum á gólfinu og var sleitulaust að leiðrétta og bæta tæknina hjá öllum. Sem betur fer var ég nokkuð iðinn við að taka myndir þennan morgun þannig að Leo hafði ekki næstum jafn mikið að gera og venjulega!

Grannt er fylgst með

Einn af jöxlunum var George Stein, moldríkur lögfræðingur sem sérhæfir sig í sauðdrukknum ökumönnum. Betur má ef duga skal, það sem af er árinu 2013 hafa orðið 587 dauðaslys í Georgíu og því miður urðum við vitni að einu slíku á leiðinni á miðvikudagsæfinguna, en það var svakaleg ákeyrsla rétt hjá Signal Court á Highway 78. Áfram George Stein, tapa nú málum og setja menn in the Stein!

Ási og George Stein

Svo var ekki hægt að yfirgefa Atlanta án þess að taka smá snúning með meistaranum sjálfum og rifja upp einhver trix. Það var ekki leiðinlegt.

Leo og Ásþór taka snúning

Ásþór varð mjög hissa þegar Leo bauð honum í glímu, enda er karlinn venjulega á hliðarlínunni sökum meiðsla síðan úr hernum en bólusetning gegn miltisbrandi fyrir Íraksstríðið fór úrskeiðis og gengur á handleggs- og fingurvöðva. Saddam Hussein átti svo ekki eina einustu anthraxbombu eftir allt saman, helvítið á honum! Hvað um það, tuttugu árum eftir sprautuna var ánægjan allsráðandi en Leo hefur alltaf þótt mjög vænt um Ásþór eins og sjá má á myndunum.

Gaman, gaman!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband