Blogg #23 Peningaskortur og hættan við hjólabretti

Fyrsti dagurinn í Atlanta fór í verslunarferð og að ná sér eftir keyrsluna. Við skoðuðum nánasta nágrenni okkar og svo um kvöldið sóttum við Pétur Örn Þórarinsson, en hann lánaði okkur bílinn sinn í fyrri hluta ferðarinnar. Sökum anna láðist okkur að taka ljósmyndir en þær sem fylgja fengum við sendar frá Keith Roberts, kunningja okkar frá því að Ásþór og Þórarinn voru síðast í Bandaríkjunum að keppa.

Grímur einbeittur

Við athuguðum líka peningastöðuna á sameiginlega sjóðnum og eftir meira en 2 heilar vikur „on the road“ kom smá matvendni hér og þar í veg fyrir að við borðuðum á þeim stöðum sem voru ódýrastir hverju sinni. Það munar dálítið miklu ef sjö manns borða fyrir $35-$40 eða $60-$100 þrisvar á dag. Við höfðum líka keypt í stórmörkuðum en það kom líka fram svart á hvítu að ef keyptar eru 6 matartegundir og einungis einn eða tveir borða þrjár þeirra þá skemmist restin í svona hita og á svona löngu ferðalagi. Ágætis memó fyrir einhverja sem ætla að leika þessa ferð eftir síðar meir, hver og einn þarf að taka ábyrgð á sjálfum sér annars verður peningaskortur ekki umflúinn.

 

Þegar komið var til Atlanta þar sem hægt er að elda almennilegan mat í eigin eldhúsi og geyma mat í góðum ísskáp, þá tóku fararstjórarnir upp harðlínustefnu og tóku út úr bankanum þá peninga sem nota mátti út vikuna og það var ekki mikið á dag. Það gekk alveg stórkostlega vel og við unnum tveggja vikna semi-sukk upp á næstu tveimur vikum!

Ippon á leiðinni hjá Sævari 

 

Eins og áður var sagt frá, þá er hópurinn á ferð á lánsbíl Péturs Arnar, bróður undirritaðs, og Þóru konu hans. Eins og gefur að skilja var lagt upp með að fara vel með tækið, enda glænýr, stór sjálfskiptur station bíll með plássi fyrir allan hópinn. Þá er mikilvægt að kaupa sér ekki hjólabretti í upphafi ferðarinnar og enn síður að koma því fyrir fyrir framan lappirnar á sér í framsætinu með sandpappírshliðina í mælaborðinu. Þessu komst Sævar að í Atlanta, eða reyndar Pétur Örn þegar hann var sóttur á völlinn, að þetta skaðræðistæki var búið að stórskemma hanskahólfið og mælaborðið með nuddi. Það var smá áfall þ.s. við höfðum kappkostað við að fara varlega með glænýtt tryllitækið, keyra alltaf á löglegum hraða, borða ekki í bílnum o.s.fr.v.

Low five 

En góð ráð reynast ekki mjög dýr þegar uppi var staðið og eftir smá athugun gæti verið að um sé að ræða kannski tæpa $200 í að fixa allt saman, jafnvel minna.

 

Hjólabretti eru bölvuð skaðræðistól, gerð til þess eins að handleggsbrjóta sig eins og Metallica komst að 1986-7! Það er enn eitt minnisatriðið handa þeim sem fara í svona ferð síðar meir. Engin hjólabretti í bílnum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband