Blogg #22 Loft- og geimferðaáætluninni gerð skil í Washington

Morgunninn 11. júlí var frátekinn því að kynnast þeim vísindasigrum Bandaríkjamanna sem snúa að því að láta hluti fljúga og jafnvel aldrei koma til jarðar aftur. Sú tækni var fyrst þróuð til að koma hinum og þessum stjórnmálamönnum út í ystu endimörk sólkerfisins en eftir að Rolling Stones  voru sendir þangað á gullplötu fyrir um 40 árum þótti það of flott og leitað er nýrra leiða. Norðlægir páfagaukapólitíkusar eru nú efstir á lista og er það vel.

 

Þjóðgarðastræti #1

Við tókum morguninn snemma, lögðum í nágrenni safnsins og „kláruðum“ það á tveimur tímum.

Meðal þess sem við skoðuðum var fyrsta flugvélin sem nokkurntíman flaug og þótti okkur nokkuð magnað að standa við hliðina á því tæki. Ef fyrsta skipið sem sigldi á hafinu væri til þá væri merkilegt að sjá það. Þarna var fjöldi flugvéla af hinum ýmsu gerðum en einna stærstan hluta safnsins hefur kaninn lagt undir geimferðaáætlunina og því að gera henni skil, enda fer ekki á milli mála hverjir unnu geimkapphlaupið þegar gengið er um safnið. Hugrekkið sem hefur þurft til að troða sér í þær sardínudósir sem þarna eru um allt hefur verið hreint ótrúlegur en líka útsjónarsemin, eljan og samvinnan að koma þeim út í geim, til tunglsins með menn innanborðs og skila öllum heilum á höldnu aftur með tunglgrjót og magnaðar ljósmyndir af yfirborði annars hnattar.

Tunglið er reyndar tæknilega séð jörðin því það varð til við árekstur tungls A og tungls B sem varð jörðin sú sem við byggjum og tunglið var það grjót og drasl sem þeyttist á sporbraut um jörðu við það tilefni. En bandaríkjamenn eru að plana ferð til Mars og það verður þá fyrsta „alvöru“ extraterrestrial gangan.

En hvað um það. Hér er ein mynd af risaeðlu til að fá þig til að hugsa um Washington aftur.

Ásþór, Þórarinn og jólagjöfin hans Snata 

Við snertum grjót frá tunglinu og sáum geimbúninga og hylki, geimstöð og annað sem raunverulega hefur VERIÐ úti í geim, á tunglinu og á sporbaug um jörðu og lásum okkur til um það allt saman.

Að skoðunarferðinni lokinni hysjuðum við upp um okkur og keyrðum rakleiðis til Atlanta. Það er 10 tíma keyrsla ef bensín- og pissustopp eru ekki talin með og við vorum komin á áfangastað á mettíma en við lögðum í bílastæðið heima hjá Pétri og Þóru klukkan eitthvað yfir eitthvað. Það var svo mikil þoka að við sáum ekki á klukkuna og vorum ekki viss um að vera í réttu húsi fyrr en um morguninn.

Hér er einn ungur maður að kveðja Washington í bili. Spurning hve langt verður þar til næst? 

Hæ þú þarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband