Blogg #10 Herra Becerra heimsóttur í Dallas

Iceland Team2Það er magnað hve fólk hér getur verið hjálpsamt og gestrisið. Þegar við skildum síðast við bloggið var hópurinn staddur í Dallas á förum frá hótelinu þar og á förum til klúbbs sem hafði boðið okkur í heimsókn í Dallas, Texas. Við höfðum hvorki næturstað næstu nótt né einusinni stað til að fara í sturtu eftir æfinguna.

 

Æfingin hjá sensei Becerra var frábær, en hann var gestgjafi Junior Olympics í Texas. Þórarinn byrjaði slaginn með yngri krökkunum og hinir kapparnir tóku seinni hlutann með Texasbúunum og mexíkanska unglingalandsliðinu þá var mitt fólk uppnumið yfir því hve svakalega gott þetta júdófólk var. Við áttum góða kveðjustund og hr. Saucedo (pabbi stráksins sem hafði unnið Úlf og Ásþór báða á JO‘s) reddaði okkur inn í klúbb þar sem voru heitir pottar, sundlaug, gufuböð og sturtur, en þau lífsgæði máttum við til með að komast í því engar sturtur voru í klúbbnum. Merkilegt nokk, þá þurftu þeir sem voru að æfa í þessum frábæra klúbbi að taka dýnurnar saman og leggja þær út aftur eftir hverja einustu æfingu. Við hugsum með hlýjum hug til aðstöðunnar í okkar klúbbum, JR og UMFS sem hafa sinn eigin sal.

Mexico Iceland and Becerra C

Eftir að hafa dundað okkur í þessari líkamsræktarstöð í um tvo tíma skelltum við í okkur síðbúnum kvöldmat (undir miðnætti) og lögðum aftur í hann til Texas. Skömu síðar urðum við ógurlega syfjuð en Sævar hafði rekið sig í sérstakan takka sem lætur alla kafna í bílnum úr súrefnisleysi þannig að við stoppuðum á ljómandi hóteli þá nóttina.

Daginn eftir var förinni fram haldið til Mempis, Tennessee þar sem okkur hafði verið boðið gisting í heimahúsum og í heimsókn í helsta júdóklúbb svæðisins. Það var einn af hápunktum ferðarinnar klárlega þar sem við nutum rosalegrar gestrisni! Meira um það í næsta bloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband