Blogg #2 Mótin, æfingarnar, tómstundir og ferðalögin - Yfirlit!
24.6.2013 | 21:56
Blogg 2 um hið ævintýralega keppnisferðalag - WOW Júdó 2013!
Ýmislegt annað verður gert en að keppa og æfa júdó því júdómennirnir eru ungt fólk og ungt fólk á að skemmta sér og fræðast til jafns á við að styrkja líkamann og bæta sig í íþróttinni! Við viljum því deila með ykkur ferðaáætluninni sem komin er í nokkuð grófum dráttum en hún er svona.
- 26.-27. júní Úthaldsferðalag! Flogið frá Íslandi til Boston, þaðan til Atlanta og keyrt til Texas í einum rykk því við verðum að ná áður en vigtun er lokið kl. 16.00 þann 27.júní. Ferðatími = 32 klst. Vekið mig á hótelinu!
- 28.-30. júní - Jr. Olympics Domestic & Jr. Olympics International í Texas
- 5.-7 júlí - Jr.Open Nationals í Pennsylvania
- 7.-10 júlí - Menningarfrí í Washington DC, tæpir þrír dagar í Smithsonian og nærliggjandi söfnum
- 13.-14. júlí Möguleiki á að mæta á eitthvert smærra æfingamót í Georgíu eða aðliggjandi fylki.
- 11.-20 júlí Vettvangsferðir og heimsóknir í Atlanta og nágrenni. Óvæntir áfangastaðir!
- 2.-3. og 11.-20 júlí - Júdóæfingar í Atlanta hjá Waka-Musha hjá sensei Leo White, Gwinnett Judo hjá sensei Jackie White og Trammell Fitness Center hjá sensei Joshua White.
- 22.-25 júlí - Júdóæfingabúðir í Flórída og afslöppun á ströndinni þess á milli.
- 26.-29. júlí - Jr. Open International í Flórída. Þetta verður líklega sterkasta mótið með keppendur frá tugum landa.
- 29. júlí Golden Score Tournament í Flórída.
- 30. júlí Atlanta kvödd og heimferð
Meðfylgjandi mynd er frá síðustu meistaraflokksæfingunni fyrir brottför, en þar vantar Úlf og Grím þar sem þeir eru við æfingar hjá sínu félagi, UMFS á Selfossi. Krjúpandi eru Sævar, Daníela, Ásþór og Þórarinn sem keppa fyrir Íslands hönd.
Í næstu uppfærslu mun ég segja aðeins frá keppendunum sjálfum, en þau hafa ýmis afrek unnið þrátt fyrir ungan aldur.
Takk fyrir í bili.
Athugasemdir
Mér sýnist að Ásþór, Úlfur og Grímur keppi í dag, föstudag, á 2013 USA JUDO Junior Olympic National Championships en Þórarinn, Daníela og Sævar á morgun.
http://www.teamusa.org/USA-Judo/Events/2013/June/28/USA-Judo-Junior-Olympic-Championships.aspx
María (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.