Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Blogg #19 Ævintýrið berst til Washington

9. júlí – Fyrsta safnaferðin

 

Við sváfum allt of lengi frameftir þennan dag enda við hæfi þar sem nú skyldi gerð nokkurra daga menningarhvíld á júdóiðkun.

The National Mall

Sævar klæddi sig í rúmföt eins og Toga sem var hefðarklæðnaður rómverskra aðalsmanna og lét hina draga sig fram og til baka á stéttunum og bílaplaninu í kring. Ég stóðst freistinguna að apa það eftir eins og ég væri orðinn fertugur sem er auðvitað alls ekki málið

 heldur er ég bara aldraður eftir þroska. Ég kom þess í stað öllum í bílinn og keyrði til Washington í hina fyrirhuguðu safna- og minnismerkjaferðina.

 

Astekahof

Hið svokallaða „National Mall“ er svæði í Washington þar sem hvíta húsið, þinghúsið, ráðuneytin og fjöldinn allur af allskyns minnisvörðum og söfnum standa. Það er einskonar Forum Romanum Bandaríkjamanna þar sem þeir minnast þess sem þjóðin hefur afrekað, stæra sig af uppfinningum og afrekum allskonar og eiga bara vel inni fyrir því.


M.L. King Jr.Næst gengum við að minnisvarðanum um Martin Luther King Jr. og það var alveg einstaklega tilkomumikið. Þvílíkt stórmenni sem hann var og boðskapur hans alveg hreint makalaust tær og jákvæður. Tímanna tákn klárlega. Þetta var einn tilkomumesti staðurinn í National Mall þennan daginn hvað mig varðar.Við tókum þennan dag utandyra og byrjuðum á Washington minnismerkinu og því næst World War II minnismerkinu sem enn er verið að gera. Þvílíkt magnað minnismerki sem það er, en Bandaríkjamenn misstu fjölda manna í þeim hildarleik eins og aðrir, en komu mun betur undan vetri en aðrir heimshlutar. Það stríð var upphafið af yfirráðum Bandaríkjamanna í heiminum. Heill Hitler fyrir það – Án hans hefðu kommarnir sjálfsagt náð Evrópu á sitt vald! Eða hvað? Who cares, ég hefði verið sáttur við að sleppa því öllu og fá bara Elvis Presley.

 

Daníela, Ásþór og Þórarinn í WW2 minnismerkinu

Við komumst að því eftir að við höfðum séð nokkur minnismerki og svæði til viðbótar sem við mundum ekki eftir að hafi átt að vera í gönguleið okkar.Því næst villtumst við hreinlega í þessum ógurlega garði og í stað þess að ganga í áttina að bílnum okkar fórum við rakleiðis frá honum. Hefðum átt að nota sólina til að skynja áttirnar fremur en að treysta á Washington memorialið sem er þeim álögum gætt að hverfa þegar tré skyggja á það líkt og önnur jarðnesk fyrirbæri. 

Hof Lincolns

Þessar villum var þó líkt og ætlað að gerast því skyndilega vorum við stödd við fótskör hins mikla hofs til Abraham Lincolns. Það er alveg yfirþyrmandi glæsilegt, en hann trónir þar inni í hofinu sitjandi á hásæti innan um dórískar súlur, líkt og Aþena í Parþenonhofi þeirra grikkja. Frægustu sínar eru skráðar í veggina til hvorrar handar og það fer um mann að lesa þær hér á þessum stað. Lincoln var enginn meðaljón. Honum tókst með harðfylgi að halda Bandaríkjunum sameinuðum í gengum borgarastyrjöld, afnema þrælahaldið og stríðið sem var háð til að ná því fram kostaði yfir 605.000 bandaríkjamenn lífið. Það voru fleiri en þeir hafa misst í nokkru öðru stríði og það þegar þjóðin var mun fámennari. Svona minnisvarði verður væntanlega ekki reistur fyrir G.W. Bush en það dóu líka færri í Írak og svo vissi hann heldur ekki hvenær stríðið var búið og var ekki alveg klár á því af hverju hann fór út í það. Nema hann hafi langað í svona minnisvarða?


Blogg #18 Pennsylvania til Washington

Sælir Íslendingar.

Klukkan er nú tæplega tvö að staðartíma hér í Washington DC.

Pittsburgh kvödd 

 

RoadPic

Við vöknuðum sátt og glöð í morgun eftir góðan sunnudag, það er óhætt að segja það. Hópurinn dundaði sér við að taka sig saman á herbergjunum eitthvað fram yfir hádegi, það voru einhverjar auglýsingumhlaðnar bíómyndir á hótelrásunum sem varð að horfa á fram á síðustu stundu. Yðar einlægur þurfti á endanum að fara niður í andyri og láta vita að lestin færi eftir X mínútur með eða án farþega því María Huld, konan mín, var að lenda á Washington Dulles Airport eftir 6,5 klukkustundir og þangað tæki 5 tíma að keyra. Þá létu fórnuðu júdókempurnar auglýsingaflóðinu fyrir stundvísina og komu loks niður.

Ferðin til Washington 

Sjáiði krúttlegu myndavélina

Bílferðin suður eftir gekk eins og í sögu. Við stoppuðum þrisvar til að svara kalli náttúrunnar og til að mjólka einmana bensíndælu einhversstaðar í Appalachia fjallgarðinum. Það er ofboðslega gaman að sjá hvernig hópurinn er að hristast almennilega saman. Hafið í huga að í hópnum erum við með 19 og 20 ára fólk – fullorðna (halda þau) einstaklinga – 3 örgeðja unglingspilta og einn níu ára sem kann ekki að halda þegja, lýgur aldrei og er með tónlist viðstöðulaust á heilanum og svo einn langferðabílstjórajúdóþjálfara. Þetta unga fólk er bara frábært – Take it fom the Driver! – Foreldrar, þið megið vera stolt af þeim, bara að láta ykkur vita það strax. Á ferðunum og á gististöðunum gengur ýmislegt á auðvitað en til þess er leikurinn gerður! Á mótunum og fundum þeim sem við höfum sótt á mótsstöðunum er hegðun þeirra, félagslyndi og kurteisi til algjörrar fyrirmyndar og ég held þau finni öll hve miklu það skilar.

Auðvitað bjóst maður við að fólk lærði júdó af þessu mikla ævintýri, en það er aðeins einn ávinningurinn.

Síðasti ferðalangurinn mætir

Allavega, við komumst tímanlega á hótelið og við Ásþór og Þórarinn renndum út á flugvöll eftir Maríu. Svo fórum við og fengum okkur að borða fyrir allt of mikinn pening miðað við planið og fórum svo heim. Júdófólkið slakaði á á meðan við María höfðum upp á stórmarkaði og keyptum eitt og annað, hentum fimm daga þvotti í þvottavél og þurrkara og sátum úti í svölu kvöldloftinu og spjölluðum um rómantískar gamanmyndir sem hún hafði notað sénsinn og horft á á meðan við strákarnir vorum ekki heima þessa síðustu daga.

Obama þarf að læra júdó

Það er alveg magnað hvað það getur verið notalegt að sitja í kvöldkyrrðinni með engisprettur malandi í annað eyrað og þvottavél og þurrkara í hitt innan úr nálægri kytru ef rétta manneskjan situr andspænis manni að spjalla um daginn og veginn. Alveg frábært.

Bless í bili - Á morgun förum við til Washington að rölta um Smithsonian safnið og skreppum í te til Obama því hann hefur aldrei neitt að gera. Svo þarf hann líka að læra júdó en hann er algjör kjúklingur í augnablikinu eins og sjá má.

 

PS. Halló Beth! Íslendingar segið „Halló!“ við Beth


Blogg #17 Bandaríkjameistarar!

Dagurinn í dag var svakalegur fyrir Íslenska liðið og þetta blogg verður eftir því langt.

Flokkarnir voru:

  • Sævar í IJF, +100 kg (vigtaði aðeins106)
  • Daníela í IJF, -78 kg
  • Úlfur í Juvenile 1, +80 kg
  • Ásþór í Juvenile 1, -78 kg

 

Upphitun

Við vöknuðum snemma, borðuðum mjög vel og krakkarnir hituðu svo upp í sameiningu. Grímur henti sér í galla til að vera æfingadúkka og Þórarinn var á vídeómyndavélinni allan tímann og stóð sig með mikilli prýði. Ég, Rúnar, þjálfari þessa flotta hóps var bókstaflega á hlaupum út um allt á meðan mótið varði því þau fjögur sem kepptu hjá okkur í dag dreifðust á þrjá velli og við vorum svo lánssöm að ekkert þeirra lenti í að glíma á nákvæmlega sama tíma, en oft munaði ekki nema hálfri til einni mínútu.

 

 

Sævar

Þórarinn á myndavélinni

Aldrei þessu vant var flokkur Sævars stærstur. Hann glímdi fyrst við bandaríkjamann sem var í fremur lélegu formi og ekki til stórræðanna líklegur. Sævar pakkaði honum líka saman á skammri stundu með flottum axlarköstum (seoinage), smá upphitun bara þar. Síðan dróst hann á móti stærsta og sterkasta náunganum í grúppunni, en það var risavaxinn rússi, búsettur í Bandaríkjunum. Stærðarhlutföllinn á milli þeirra voru eins og peð á móti hrók en hann var eitthvað yfir 135 kg. Við Sævar settum saman strategíu á móti honum því við sáum á fyrstu glímunni hans. Rússinn virtist vera hægur og þunglamalegur samanborið við Sævar, eins og oft vill verða með þungavigtara. Því gilti að vera á hreyfingu og þreyta á honum handleggina, opna fótastöðuna hans með sópum í innanverða fæturna en við gerðum ráð fyrir að hann yrði í hægri stöðu til að blokka axlarköstin hans Sævars sem hann flassaði í fyrstu glímunni.

Það gekk eftir áætlun og reyndar átti glíman að vera styttri en hún varð því Sævar náði honum í hengingu en dómarinn bjargaði rússanum sem var orðinn helblár og hreyfingarlaus með því að kalla Matte, en þá er glíman stoppuð af vegna aðgerðaleysis, sem var einmitt EKKI málið. Ekki var að sökum að spyrja þegar rússinn komst í gólfglímuna, hann fékk nægan tíma en Sævar sá við honum. Glíman endaði með flottu kasti upp á fullnaðarsigur.

Sævar sigurvegari

Rússinn komst í uppreisnarglímur og formatið var s.k. true double elimination sem þýddi að tapa þyrfti tveimur glímum til að vera úr leik. Hann vann sig áfram og Sævar þurfti því að glíma við hann aftur. Sú glíma varð lengri og þyngri, við breyttum strategíunni aðeins og gerðum ráð fyrir mótbrögðum við axlarkastinu og það gekk eftir, rússinn náði Sævari niður í fastatak sem Sævari tókst að losa og svo að kasta honum fyrir hálfan fullnaðarsigur – s.k. Wazari – en Sævar svaraði með hálfnaðarsigurskasti, hengingu sem dró máttinn aftur úr Rússanum, fastataki upp á yuko og svo að lokum öðru wazari sem varð þarmeð að ippon. Það tók nokkuð á Sævar en rússinn var alveg búinn. Vel fór á með þeim eftir glímuna og Sævar tók sig svakalega vel út á verðlaunapallinum með risunum tveim.

Þarmeð var þriðja gullið í höfn og annar hreinræktaði Bandaríkjameistaratitillinn, en þann fyrsta hlaut Þórarinn þeyr daginn áður. Fyrstu gullverðlaun ferðarinnar hlau Daníela auðvitað í Central Northern American Championships sem var mjög óvænt og stór viðbót við safnið okkar. Næst var hinsvegar komið að henni að berjast um Bandaríkjameistaratitil.

Daníela

Ásþór og Daníela hita upp

Riðill Daníelu var fámennari í morgun en í gær því keppandi hafði dregið sig í hlé og því voru þær tvær eftir. Hvað olli vitum við ekki en hvað sem því leið, þá var andstæðingur hennar fullu höfðinu hærri en Daníela og með gríðarlega armlengd og styrk. Hana skorti hinsvegar ráð við Daníelu í fyrstu umferðinni, en við lögðum upp með svipað plan og fyrir Sævar, að freista þess að andstæðingur hennar ofmetnaðist vegna stærðarinnar og reyndi að stýra henni of mikið. Því var Daníela á góðri hreyfingu og notaði það til að komast inn fyrir hendurnar á þeirri bandarísku í sóknir. Brögðin sem við lögðum upp með voru drop-seoinage, ko-/ouchigari og seoiotoshi, þ.e. djúp axlarköst, innri sóp og axlarkast úr gleiðri stöðu. Það gekk vel, anstæðingurinn fékk sóknarvíti á sig og Daníela reyndi við hengingu og þegar það gekk ekki skipti hún yfir í alveg magnað fastatak sem hún hélt til enda.

Þetta tók gríðarlega á og í hitanum og loftinu hér þurfti að drekka mikið á milli glíma. Sú seinni var erfiðari en sú bandaríska brást við eins og við væntum og höfðum undirbúið.

Smá stærðarmunur

Það sem var sérlega ánægjulegt við seinni glímuna, fyrir utan að hún vannst, var að seoiotoshi er kast sem er í sérstöku uppáhaldi hjá Daníelu á æfingum, hún æfir það endalaust en hefur held ég aldrei kastað því á móti þótt hún hafi oft farið hálfa leið inn. Ég bað hana að skjóta því í miðri glímu og fara þá alla leið með það. Þannig endaði glíman nákvæmlega og kastið var alveg hreint stórkostlega flott ippon. Bandaríkjameistaratitill í höfn hjá Daníelu!

Þegar hingað var komið höfðu Úlfur og Ásþór glímt einhverjar glímur, ég hlaupið á milli og þjálfað og komið var að úrslitaglímunum þeirra. Úlfur fyrst.

Úlfur

Krakkarnir með mótsstjóra og góðum þjálfara

Úlfur var léttastur í þriggja manna riðli og fyrsta glíman hans var endalaus röð vondra árása hjá Úlfi og gaf hann hvað eftir annað séns á sér og slapp hvað eftir annað með skrekkinn. Ég var að trompast á línunni því hann gerði alltaf sömu vitleysuna sem ég var búinn að harðbanna og sýna bæði honum og Grími vídeó frá fyrri mótunum þar sem þetta kostaði þá samtals þrjá sigra. Ef ég hefði getað hlaupið inn á völlinn og lamið hann í hausinn þá hefði ég gert það og kallaði á hann eins og ég gat og Sævar sömuleiðis standandi við hlið mér. Allt kom fyrir ekki og það hlaut að koma að því að andstæðingurinn kæmist inn í kast úr þessum hælkrók Úlfs og þá var heppnin með Úlfi, hann tók einhvern örvæntingarfullan kipp sem snéri honum hreinlega í 180 gráður umhverfis andstæðinginn, ríghélt í hann og lenti ofan á honum í stað þess að lenda undir honum. Ippon handa Úlfi en við Sævar hrósuðum honum ekki þegar hann kom útaf heldur hundskömmuðum hann. Ég sagði honum að drullast til að kasta góðu köstunum sínum eins og Uchi Mata sem er einskonar sniðglíma á lofti, hann fengi ekki annan svona grísaséns.

Seinni glíman hans var úrslitaglíman og hún var ekki löng. Ég var búinn að lesa svo yfir hausamótunum á Úlfi að hann fór beint inn í Uchi Mata og kastaði glæsilegasta kasti sínu til þessa, hreint ippon kast, fullnaðarsigur og þriðji Bandaríkjameistaratitillinn þennan dag í höfn.

 

Úlfur Bandaríkjameistari

Ásþór Loki og Úlfur lentu loksins í mismunandi riðlum og nú var röðin komin að honum að fullkomna daginn.

 

Ásþór Loki

Upphitun Ásþór

Það að vera seinasti keppandinn í röðinni frá Íslandi á svona degi er tvíbent. Allir hinir voru sitjandi með gullpening um hálsinn og meistaratitil að státa af - Hvað gerist? Maður getur guggnað og stressast og tapað eða einbeitt sér að verkefninu og klárað það!

 

 

 

Ásþór sigurvegari

Svona í stuttu máli, þá áttu þessir bandarísku strákar aldrei möguleika. Sá fyrsti var stæltur svertingi sem var augljóslega leggjarbragðamaður af hreyfingunum að dæma og ég kallaði það inn á til Ása. Við lögðum upp með að hann væri ekkert að flýta sér, tæki sér tíma í að ná betri tökum og hreyfa manninn um gólfið og gera ekki árás fyrr en að því loknu þannig að ekki næðist mótbragð. 

Það gekk eins og í sögu, Ásþór leyfði honum ekki að gera neitt og síst að koma leggjarbrögðunum að. Hann notaði sjálfsöryggið vel, reif drenginn upp í loftið og fleygði honum á axlarkasti á mikilli áframhreyfingu þannig að Ásþór flatti hann út eins og sveitalummu.

Samanburður -78 kg

Seinni glíman var gegn mjög stórum og kraftalegum gaur. Hann var örfáum sentímetrum lægri en Ásþór en mun massaðri. Við lögðum upp með hreyfingu og mjög lág leggjabrögð og titillinn var einfaldlega aldrei í hættu. Það er ekki hægt að skrifa þetta dramatískt, þetta var bara stutt og skemmtileg jarðarför en Ásþór felldi hann með utanákrók og stýrði honum fagmannlega á bakið. Ásþór Loki fékk þar með fjórðu gullverðlaun WOW Júdóhópsins! 

Hvað nú?

Nú tekur við ein nótt til í Pittsburgh, þá dvöl í Washington þar sem María Huld kemur til okkar og svo keyrsla til Georgíu þar sem við taka harðar júdóæfingar.

Pabbinn með strákana

Annars höfðu samband við mig tveir merkilegir menn, annar var Asano, forseti USJF (US Judo Federation) sem mun standa fyrir Jr. Nationals á næsta ári sem haldið verður á Hawaii hvorki meira né minna. Hann vildi endilega fá okkur og mér finnst líklegt að hægt sé að landa góðum díl á dvöl þar sökum aðstæðna við að komast þangað frá Íslandi. Hinir kontaktarnir sem gaman var að sjá í dag voru foreldrar iðkenda í Pedro´s Judo og þjálfari í þeim klúbbi. Það er ekki bara einhver klúbbur, þeir unnu öll verðlaun eiginlega sem við unnum ekki og engin furða – Jimmy Pedro er landsliðsþjálfarinn og þetta er klúbburinn hans þar sem Kayla Harrison ólympíumeistari og Travis Stevens æfa.

Okkur var í stuttu máli boðið í æfingabúðir seinustu vikuna í Júlí með bandaríska landsliðinu en við urðum eiginlega að hafna því þ.s. það er nákvæmlega vikan sem við verðum í Flórída þar sem greitt hefur verið fyrir námskeið, hótel og aðal mótið í ferðinni. Þeir skildu það, enda munu keppendur fara frá þeim á mótið og við hitta þau aftur þar. Þess í stað erum við velkomin til þeirra við næsta tilefni og er planið að samræma æfingabúðir þar og ferðir með „einhverju“ lággjaldaflugfélagi sem er „vonandi“ að fara að fljúga til Bandaríkjanna. Það verður nú ekki leiðinlegt að æfa með því gengi þegar þar að kemur!

 

Samantekt á WOW Júdó 2013 í Bandaríkjunum 1. júlí 2013

Smá villa var í fyrri uppfærslum en við höfðum einu silfri meira og einu bronsi færra en við héldum. Staðan er núna. 

Brons: 5

Silfur: 5

Gull: 6

Titlar: 1 x North & Central American Champion, 4 x Jr. National Champion.

Allar medalíur 7. júlí 2013


Blogg #16 Grímur og Þórarinn á Jr. Open Judo Nationals

Búið að draga í flokkaGrímur og Þórarinn kepptu laugardaginn 6. júlí á fyrri degi mótsins. Við sváfum einhvernveginn næstum yfir okkur, skrúfað var niður í vekjaraklukkunum og sjálfkrafa, innbyggð bjalla í ykkar einlæga bloggritara hringdi og kom öllum nánast tímanlega út. Sem betur fer tafðis mótið vegna lagfæringa á riðlum þannig að þrátt fyrir seinaganginn náðum við opnunarathöfninni og vel það.

 

Gríms þáttur

Grímur var ekki nægilega vel upplagður í fyrstu glímunni og tapaði fyrir náunga sem var leiftursnöggur leggjabragðamaður. Ég var að þjálfa og kom þessu áleiðis til hann og Grímur fann það sjálfsagt sjálfur, en allt kom fyrir ekki. Leggjasópin hjá Grími voru einhvernveginn á autopilot og það endaði illa.

Hann espaði sig hinsvegar vel fyrir næstu glímu og hitaði sig alveg hreint rosalega vel upp með Úlfi sem var á hliðarlínunni í galla. Það gekk betur og Grímur skellti þeim náunga örugglega á varnarbragði og þar var fullnaðarsigur í höfn – Sá 

fyrsti hjá Grími í ferðinni. Við vorum mjög ánægð með þetta náttúrulega og hann hitaði vel upp fyrir næstu glímu.

Það skal tekið fram hér að miðað við jafnaldra sína er Grímur algjört heljarmenni. Það er ekki arða af spiki á þessum dreng og hann er hávaxinn og leggjalangur sem hentar afburðavel í júdóið. Sá sem hann mætti var lágvaxinn og ólögulegri allur einhvernveginn og átti ekki roð í Grím. Vissi ekkert hvað hann átti að gera og reyndi helst einhver brögð úr grísk-rómverskri glímu sem eru auðveld fyrir júdómann sem heldur bara sínum tökum. En gæfan var ekki með Grími í þeirri glímu. Eftir að hafa tryggt sóknarvíti á andstæðing sinn varð Grími það á að grípa í fæturnar á þeim bandaríska eftir að Grímur var kominn í gólfglímu en hinn ekki. Það má alls ekki því það er bókstaflega leiðinlegt fyrir áhorfendur og býr til passíft júdó. Það varð þó leiðinlegast fyrir Grím sem var umsvifalaust rændur öruggum sigri. Ég var vægast sagt svekktur því ég vissi alveg 100% að hann mundi annars taka þennan mann sem þó var búinn að vinna glímur á undan. Grímur var bara sterkari, enda heljarmenni.

Þórarins þáttur

Eins og áður sagði þá náði Þórarinn ekki vigt fyrir -34kg flokkinn og þurfti að keppa í -38kg. Hinsvegar kom í ljós um morgunninn að svo vildi til að þeim sem komu á mótið var afskaplega misskipt og aðeins einn keppandi sem var í þeim þyngdarflokki hafði treyst sér að mæta – Raphael frá New London Judo Club.

Rétt er að taka fram að algengt er í kvennaflokkum sérstaklega þar sem oft eru fáir keppendur í hverjum flokki, að hæðst sé að sigurvegurum í fámennum flokkum fyrir að hafa unnið svo fáa, en þeir sem vita aðeins um form þessara móta geta frætt amatörvitringana um að t.d. á Ólympíuleikum þarf hver keppandi ekki að eiga nema 5 glímur til að verða gullverðlaunahafi. Svo ekki sé talað um MMA og önnur heilahristingssport þar sem þeir bestu keppa ekki nema einusinni til tvisvar á ári. Þeir sem mæta á meistaramótin hér eru þeir sem geta og þora og það eru þeir sem skipta máli.

Því var það þannig að andstæðingur Þórarins sem var nokkuð þyngri en hann þurfti að vinna tvisvar af þremur glímum.

Þórarinn var mjög spenntur fyrir fyrstu glímuna en náði að róa sig aðeins niður og þreifa á glímustílnum. Kumi-kata Þórarins (baráttan um betri tök) var mun sterkara en Raphaels og hann keyrði á það og sótti á meðan hann var með tök en Raphael enn að reyna að brjótast í gegn. Það bar árangur og Þórarinn náði að kasta Raphael á flottu axlarkasti fyrir fullnaðarsigur.

Í næstu glímu var ég viss um að þjálfari Rafaels mundi leggja fyrir hann að bregðast við axlarkasti Þórarins þannig að nota þyngdina og rífa hann aftur á bak og reyna að leggja á mótbragði, því Þórarinn notaði standandi axlarkast í stað þess að fara alveg niður og undir anstæðinginn sem erfiðara er að eiga við fyrir þann sem kasta skal. Þórarinn átti þó erfitt með að fara alveg eftir því og litlu munaði að illa færi fljótlega. Þórarinn lenti á afturendanum og á olnbogunum en það er ekki skor skv. reglunum. Dómararnir voru hinsvegar ekki að nota vídeótæknina sem nú er allstaðar notuð og sáu allir vitlaust.

Þórarinn Bandaríkjameistari 2013

Ég var náttúrulega með vídeó af þessu en skv. gömlu reglunum má ekki nota vídeó frá þriðja aðila til að skera úr um deilumál. Það stig var hálfur fullnaðarsigur – Waza ari svokallað – og Þórarinn sótti á hann hart og náði að skora sama stig. Hinn fékk áminningu fyrir sóknarleysi en hann sótti alls ekki neitt og hefði hæglega getað verið búinn að tapa glímunni ef dómgæslan hefði verið betur með á nótunum. Rafael náði Þórarni svo aftur niður á sama trixi og nú fyrir lágmarksstig þannig að titillinn hékk nú á þriðju og síðustu glímunni.

 

Taugastríðið hjá drengjunum var mjög mikið en báðir tveir heilsuðust með virktum eftir hverja glímu og íþróttamennskan var aðdáunarverð. Mun betri en hjá þjálfurunum sem ragna í dómurum þegar við á og sleppa sér aðeins á hliðarlínunni.

Bandaríkjameistari

Síðasta viðureignin varð stutt. Þórarinn var nú alveg harðákveðinn að fara alveg gjörsamlega niður á hnén ef hann reyndi axlarkastið og skjóta tveimur algjörlega annarskonar árásum inn til að villa um fyrir og mögulega fá skor. Hann stjórnaði tökunum og sótti grimmt og náði Rafael niður á djúpu axlarkasti út á hlið, festi handlegginn á honum undir sér og náði að vinna sig á nokkurri stundu inn í fastatak og halda nægilega lengi til að fá fullaðarsigur.

Þar með er hópurinn kominn með GULLVERÐLAUN aftur og núna í Jr. US National Championship mótaröðinni sem við komum til að taka þátt í upprunalega (en eins og glöggir lesendur muna þá vann Daníela gull í stórmóti sem okkur var óvænt boðið í af Perúmönnum, en það var Central Northern American Championships í Dallas.

Úlfur, Ásþór, Sævar og Daníela keppa svo á morgun. Fylgist með.

Samantekt á WOW Júdó 2013 í Bandaríkjunum 1. júlí 2013

Brons: 6

Silfur: 4

Gull: 2 

 


Blogg #15 Að kötta vigt er ojbara!

Efni þessa bloggs minntist ég aðeins á um daginn í eldra bloggi en efnið verðskuldar meiri nákvæmni.

 


Við komum mjög snemma á hótelið, tékkuðum okkur inn og Þórarinn var strax vakinn og fór út í hitann með bróður sínum Ásþóri að kötta fyrir mótið, en vigtuninni mundi ljúka eftir 6,5 klukkutíma. Hann er 9 ára og 36,6 kíló venjulega og þurfti að komast niður í 34kg til að minnka hættuna á meiðslum og auka líkurnar á að vinna. Hann hafði þegar tekið af sér 700 grömm frá sexleytið kvöldið áður þannig að 1,9 kg. voru eftir. Fyrir þá sem hafa ekki reynt þetta með börnum þá mæli ég ekki með því. Þetta er alveg ömurlegt fyrir börnin og fyrir foreldra ef þeir eru með í þessu.

Sund Þórarins

Ég tók nákvæmlega sama pakkann á þetta, neitaði mér um sömu hlutina, drakk og borðaði það sama til að vita hvað hann var að fara í gegnum, fyrir utan kaffibollann sem ég varð að innbyrða á leiðinni til að vaka. Það var náttúrulega svindl en þap munar nokkru í heildarþyngd þannig að það jafnast aðeins.Eftir langa og erfiða næturkeyrslu frá Cincinnatti komum við til Moon Township í Pittsburgh, Pennsylvaniu. Allir sváfu í bílnum í þá 5 tíma sem ferðin tók, nema ykkar einlægur og svo Sævar sem tyllti sér við stýrið í eina klukkustund undir morgunn. Algjör trooper.

 

Þórarinn var hreint ótrúlegur, hélt út með Ásþóri í 2,5 tíma á meðan ég lagði mig. Ég svaf reyndar ekki nema í klukkustund því mér leið svo illa út af þessu og reif mig upp og skipti við Ásþór upp úr klukkan ellefu. Stutt og laggott þá gengum við Þórarinn, 30 ferðir umhverfis hótelið í steikjandi hita, en hver hringur tók 5,3 mínútur. Áður höfðu hann og Ásþór tekið einhvern slatta líka.

Næstum því...

Þórarinn hljóp reyndar talsvert aukreitis og ég hreinlega skil ekki hvernig hann fór að því að gefast ekki upp eftir að ég hreinlega bauð honum það að fyrra bragði að hætta þessu bara og keppa bara í þyngri flokknum en það var klukkan 15.00 en vigtunin var til 16.30. Við fórum þá í sund í klukkustund því hvorugur okkar gat verið í sólinni lengur (hvað þá Þórarinn svona kappklæddur og örm

agna) ég tók það ekki í mál. Þetta var ótrúleg lífsreynsla fyrir mig að sjá barnið geta þetta, en hann bæði gerði fleiri æfingar en ég á leiðinni og fór beint úr æfingum með Ásþóri yfir í með mér.

Eins og ég sagði í eldri bloggum þá náði hann ekki vigt, heldur munaði örlitlu. Hann bara hætti að léttast klukkan 14.00 nánast og eftir það fóru aðeins 100 grömm.

Við enduðum daginn á að borða allt það gáfulegasta – Kókómjólk, banana, pizzu, vatn, orkudrykki, sælgæti og slíkt. Hann fór svo að sofa og morgunninn eftir var hann fullur orku og kominn úr 34,4 kg sem hann létti sig niður í, upp í 36,7kg og geri aðrir betur.


Blogg #14 Gengið í Cincinnatti


Næsta stopp var hjá vinkonu ykkar einlæga bloggritara, Niki Freimuth, Jay – Manninum hennar og vinkonu Tanya. Við komumst mjög seint á áfangastað, örþreytt og mikið ofboðslega urðum við fegin að sjá uppábúin rúm. Niki hafði ég aldrei hitt áður nema í tölvuleik sem við spiluðum saman og spjallað talsvert af og til í ein 12 ár og ég vissi nákvæmlega ekkert um fjölskylduna sem átti húsið sem við áttum að gista í. En því skemmtilegra var það!

 

Gona git ya

Fyrir utan barnið í hópnum þá samanstendur liðið okkar auðvitað af fjórum ungum mönnum og einni ungri konu sem er auðvitað ójafnt hlutfall. Það jafnaðist aðeins þegar fréttist milli húsa að þarna væru fjallmyndarlegir víkingar og var mjög gaman hjá krökkunum fram eftir nóttu og daginn eftir sömuleiðis því við drolluðum framyfir kvöldmat í heimsókn þar sem við nutum enn og aftur alveg makalausrar gestrisni og góðs matar.

Við fullorðna fólkið fórum með Þórarinn niður að stíflugarðinum og hreyfðum okkur aðeins en hann byrjaði þarna um daginn að kötta vigt til að komast í sinn flokk daginn eftir. Það var byrjunin á einni rosalegustu sýningu á sjálfsaga og viljastyrk og getu til að sigrastá hungri og þorsta sem ég hef séð. Hafið í huga í næsta bloggi að Þórarinn Þeyr er bara 9 ára og svona átak er eitt það ömurlegasta sem nokkurt foreldri getur hugsað sér að reyna til að hlífa honum við annarskonar vandræðum. Til að koma sér í stuð þá ákvað hann að leyfa húsfrúnni að klippa á sig hanakamb.

Ég skil við ykkur hér í þessu bloggi á jákvæðu nótunum með hópmynd af krökkunum rétt fyrir brottför. Aðspurðar hvaða unglingur kyssti hvern í þessari heimsókn, þá sögðu bandarísku stelpurnar að það væri leyndarmál. Segjum ekki meira um það!

Krakkarnir að kveðjast í Cincinatti 


Blogg #13 Tafir á leiðinni til Cincinnatti en samt stuð!

Ferðin frá Memphis til Cinncinnatti var skemmtileg í meira lagi. Hér er leikur sem krakkarnir voru í talsverðan hluta leiðarinnar, en þau fundu upp á honum í þrumuveðri sem á okkur skall.

Þetta eru nú meiri helvítis vitleysingarnir þessi börn hahaha!

 

 


Blogg #12 Graceland fær smá skammt af Elvisjúdó

Gestainngangur í GracelandEftir að hafa kvatt velgjörðarfólk okkar innilega, Campbell hjónin þau Glen og Nellie, Nick frænda þeirra og nágranna sem skutu yfir okkur skjólshúsi, þá var komið að því að stoppa heima hjá Elvis Presley áður en við næðum næsta áfangastað.

 

Elvis var fæddur 8. janúar, sama dag og María konan mín. Líklega giftist ég henni þessvegna án þess að átta mig á því fyrr en nokkru síðar! Það var ábyggilega eitthvað í vatninu. Hún er meir að segja lík rokkgoðinu þannig að öll rök hníga að því. Þótt ljóst væri að við mundum vera seint á ferðinni í Cincinnatti fyrir vikið þá mátti það eiga sig. Elvis skyldi heimsóttur.

 

Þessi staður er hreint ótrúlegur og myndir segja meira en mörg orð. Ég leyfi ykkur að njóta þeirra.

Fyrir utan Graceland og Ásþór í frumskógarherberginu

Ásþór að plana framtíðarheimilið

Um það bil að banka hjá kónginum

 Setustofan við andyrið og strákarnir í eldhúsinu í Graceland  

Í eldhúsinu í GracelandSetustofan við andyrið

Blogg #11 Gestrisni í Tennessee og Mississippi

Í Dallas hafði undirritaður haldið dálitla tölu á fremur fámennum fundi þess efnis að við værum að spá í að gera þessa för að einskonar Júdó Pílagrímsferð og í stað þess að bruna til Atlanta og þaðan til Pennsylvaniu í einum rykk, að taka beinu leiðina og stoppa á leiðinni og æfa júdó ef einhver hefði áhuga á því og að skjóta yfir okkur skjólshúsi.

 

Glen og Nellie Campbell og Nick, frændi Nellie

Þá gaf sig strax á tal við okkur Glen nokur Campbell sem kvaðst vera með klúbb við landamæri Tennessee og Mississippi í Memphis, heimabæ Elvis Presley. Úr varð að við mundum keyra þangað og sofa í heimahúsum hjá þrem fjölskyldum og æfa með þeim júdó og kenna dálítið júdó í leiðinni.

Júdó í Tennessee/Mississippi

Eftir langa en mjög skemmtilega keyrslu þar sem lagt var allt of seint af stað komum við heim til þeirra aðeins á eftir áætlun og fengum þá veður af því að tveir eða þrír klúbbar hefðu hrist saman í eina æfingu á tíma sem þeir æfðu venjulega ekki til að hitta þessa skrýtnu Íslendinga! Það var alveg magnað að koma inn í þetta fjölíþróttasvæði þar sem stundaðar voru bardagaíþróttir af öllum mögulegum gerðum og æfa með fólki sem við höfðum aldrei séð áður og af allskyns kalíberi. Eftir að ég hafði sýnt þeim „pönnukökutrixið“ og tveir aðrir hérlendir senseiar kennt kvaddi ég fyrir okkar hönd og þakkaði þeim fyrir einstakar móttökur.

Síðan var haldið til baka og gist hjá júdófólkinu. Þar fengum við stórkostlegar máltíðir, sérherbergi, uppábúin rúm, mat og drykk og spjölluðum við gestgjafana frameftir og sum okkar vöknuðu snemma morgunninn eftir og röbbuðum við þau. Þaðan var erfitt að fara og Þórarinn litli var svo einlægur í þökkunum við þau að ég hélt þau mundu stinga af með hann.

Sævar að takast á við Mississippi mann

Þaðan var ferðinni heitið til Graceland.

Kveðja, Rúnar og félagar.


Blogg #10 Herra Becerra heimsóttur í Dallas

Iceland Team2Það er magnað hve fólk hér getur verið hjálpsamt og gestrisið. Þegar við skildum síðast við bloggið var hópurinn staddur í Dallas á förum frá hótelinu þar og á förum til klúbbs sem hafði boðið okkur í heimsókn í Dallas, Texas. Við höfðum hvorki næturstað næstu nótt né einusinni stað til að fara í sturtu eftir æfinguna.

 

Æfingin hjá sensei Becerra var frábær, en hann var gestgjafi Junior Olympics í Texas. Þórarinn byrjaði slaginn með yngri krökkunum og hinir kapparnir tóku seinni hlutann með Texasbúunum og mexíkanska unglingalandsliðinu þá var mitt fólk uppnumið yfir því hve svakalega gott þetta júdófólk var. Við áttum góða kveðjustund og hr. Saucedo (pabbi stráksins sem hafði unnið Úlf og Ásþór báða á JO‘s) reddaði okkur inn í klúbb þar sem voru heitir pottar, sundlaug, gufuböð og sturtur, en þau lífsgæði máttum við til með að komast í því engar sturtur voru í klúbbnum. Merkilegt nokk, þá þurftu þeir sem voru að æfa í þessum frábæra klúbbi að taka dýnurnar saman og leggja þær út aftur eftir hverja einustu æfingu. Við hugsum með hlýjum hug til aðstöðunnar í okkar klúbbum, JR og UMFS sem hafa sinn eigin sal.

Mexico Iceland and Becerra C

Eftir að hafa dundað okkur í þessari líkamsræktarstöð í um tvo tíma skelltum við í okkur síðbúnum kvöldmat (undir miðnætti) og lögðum aftur í hann til Texas. Skömu síðar urðum við ógurlega syfjuð en Sævar hafði rekið sig í sérstakan takka sem lætur alla kafna í bílnum úr súrefnisleysi þannig að við stoppuðum á ljómandi hóteli þá nóttina.

Daginn eftir var förinni fram haldið til Mempis, Tennessee þar sem okkur hafði verið boðið gisting í heimahúsum og í heimsókn í helsta júdóklúbb svæðisins. Það var einn af hápunktum ferðarinnar klárlega þar sem við nutum rosalegrar gestrisni! Meira um það í næsta bloggi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband