Blogg #20 Langi dagurinn í Washington

Labbitúrinn og hofiðVið höfðum gist á Best Western við flugvöllinn og fannst það ekki henta nægilega vel því fyrir utan að vera langt frá söfnunum, þá var tekið í hurðarhúninn okkar í þrígang um nóttina en við vorum á jarðhæð. Þar sem við vorum með ýmis verðmæti í för, þá vorum við ekki á því að láta brjótast inn á meðan við værum í Washington daginn eftir og ákváðum því að flytja okkur um set á betra hótel inni í Washington.

 

Letidýrsskrýmsli

Því far flutt inn á Holiday Inn og þar fengum við tvö þessi líka fyrirtaks herbergi sem voru samliggjandi. Eftir að hafa tékkað okkur inn héldum við niður á National Archives að skoða lykilplögg Bandaríkjamanna en þau plögg eru Mannréttindayfirlýsingin (Bill of Rights), Sjálfstæðisyfirlýsingin og Stjórnarskráin. Safnið umhverfis undirstrikar þær hefðir og venjur, þjóðfélagsátök og –breytingar sem af þeim hafa leitt.

Bandaríska stjórnarskráin er háleitt plagg sem miðaði að úrvalsþjóðfélagi sem ekki var til staðar á ritunartím

Megalodon

a þess. Magnað rit og magnað ferli sem á bak við það er, sérstaklega í samanburði við íslenska ferlið og stjórnarskrána heima fyrir í heild sinni sem er alveg eins og gatsigti sem misst hefur áhugann á að taka sjálfa sig alvarlega. Eða eru það kannski íbúarnir hér sem taka plaggið hátíðlega en ekki heima fyrir? Hvað sem því líður þá var þetta magnað safn og allir keyptu minjagripi eins og alvöru ferðamenn. Öll plöggin sem eru þarna til sýnis eru upprunalegu eintökin og myndataka var bönnuð þarna inni til að vernda plöggin fyrir skemmdum. Nú þegar var varla hægt að lesa mikið af textanum sökum skemmda.

Við gripum smá bita og notuðum tækifærið til að týna standinum undan upptökuvélinni. Það var nú gaman.

Triceratops

Næst á dagskrá var hápunktur dagsins, en það var Náttúrugripasafnið (Natural History Museum). Það er engin leið að fjalla um þá heimsókn í stuttu máli. Hápunktarnir voru mismunandi frá manni til manns, en undirritaður var hrifnastur af þeim hlutum sem snéru að upphafi heimsins og þróunarsögu mannsins. Við eigum okkur afar merkilega sögu. Vissir þú til dæmis að á ákveðnum tímapunkti var heildarfjöldi lifandi einstaklinga sem eru forfeður nútímamannsins  einungis 10.000? Þar var samankomið genamengi allra lifandi manna. Það er nokkuð magnað.

Nom-nom Handleggur

Þriðja stöðumælagreiðslan bar ekki árangur vegna bílastæðaskiltaólæsis og við fengum 100 dollara sekt og á meðan því stóð sofnaði Daníela örmagna við útganginn, örmagna eftir þramm og sjálfsagt síðnæturveru á Snapchat. Hún á svo marga vini á Íslandi sem vaka fáránlega lengi frameftir!

Stríðsminnismerki júdómannanna

Þessi sekt kom af stað einhverju ólánsferli sem náði hápunkti þegar minnstu munaði að Þórarinn gengi afturábak fyrir bíl sem var að keyra of hratt framan við hótelið okkar nýja. Svoleiðis keðja leiðindaatvika er til þess að koma manni í skilning um að fara að sofa og það var akkúrat það sem við gerðum! Annar flottur dagur á enda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband