Blogg #19 Ævintýrið berst til Washington

9. júlí – Fyrsta safnaferðin

 

Við sváfum allt of lengi frameftir þennan dag enda við hæfi þar sem nú skyldi gerð nokkurra daga menningarhvíld á júdóiðkun.

The National Mall

Sævar klæddi sig í rúmföt eins og Toga sem var hefðarklæðnaður rómverskra aðalsmanna og lét hina draga sig fram og til baka á stéttunum og bílaplaninu í kring. Ég stóðst freistinguna að apa það eftir eins og ég væri orðinn fertugur sem er auðvitað alls ekki málið

 heldur er ég bara aldraður eftir þroska. Ég kom þess í stað öllum í bílinn og keyrði til Washington í hina fyrirhuguðu safna- og minnismerkjaferðina.

 

Astekahof

Hið svokallaða „National Mall“ er svæði í Washington þar sem hvíta húsið, þinghúsið, ráðuneytin og fjöldinn allur af allskyns minnisvörðum og söfnum standa. Það er einskonar Forum Romanum Bandaríkjamanna þar sem þeir minnast þess sem þjóðin hefur afrekað, stæra sig af uppfinningum og afrekum allskonar og eiga bara vel inni fyrir því.


M.L. King Jr.Næst gengum við að minnisvarðanum um Martin Luther King Jr. og það var alveg einstaklega tilkomumikið. Þvílíkt stórmenni sem hann var og boðskapur hans alveg hreint makalaust tær og jákvæður. Tímanna tákn klárlega. Þetta var einn tilkomumesti staðurinn í National Mall þennan daginn hvað mig varðar.Við tókum þennan dag utandyra og byrjuðum á Washington minnismerkinu og því næst World War II minnismerkinu sem enn er verið að gera. Þvílíkt magnað minnismerki sem það er, en Bandaríkjamenn misstu fjölda manna í þeim hildarleik eins og aðrir, en komu mun betur undan vetri en aðrir heimshlutar. Það stríð var upphafið af yfirráðum Bandaríkjamanna í heiminum. Heill Hitler fyrir það – Án hans hefðu kommarnir sjálfsagt náð Evrópu á sitt vald! Eða hvað? Who cares, ég hefði verið sáttur við að sleppa því öllu og fá bara Elvis Presley.

 

Daníela, Ásþór og Þórarinn í WW2 minnismerkinu

Við komumst að því eftir að við höfðum séð nokkur minnismerki og svæði til viðbótar sem við mundum ekki eftir að hafi átt að vera í gönguleið okkar.Því næst villtumst við hreinlega í þessum ógurlega garði og í stað þess að ganga í áttina að bílnum okkar fórum við rakleiðis frá honum. Hefðum átt að nota sólina til að skynja áttirnar fremur en að treysta á Washington memorialið sem er þeim álögum gætt að hverfa þegar tré skyggja á það líkt og önnur jarðnesk fyrirbæri. 

Hof Lincolns

Þessar villum var þó líkt og ætlað að gerast því skyndilega vorum við stödd við fótskör hins mikla hofs til Abraham Lincolns. Það er alveg yfirþyrmandi glæsilegt, en hann trónir þar inni í hofinu sitjandi á hásæti innan um dórískar súlur, líkt og Aþena í Parþenonhofi þeirra grikkja. Frægustu sínar eru skráðar í veggina til hvorrar handar og það fer um mann að lesa þær hér á þessum stað. Lincoln var enginn meðaljón. Honum tókst með harðfylgi að halda Bandaríkjunum sameinuðum í gengum borgarastyrjöld, afnema þrælahaldið og stríðið sem var háð til að ná því fram kostaði yfir 605.000 bandaríkjamenn lífið. Það voru fleiri en þeir hafa misst í nokkru öðru stríði og það þegar þjóðin var mun fámennari. Svona minnisvarði verður væntanlega ekki reistur fyrir G.W. Bush en það dóu líka færri í Írak og svo vissi hann heldur ekki hvenær stríðið var búið og var ekki alveg klár á því af hverju hann fór út í það. Nema hann hafi langað í svona minnisvarða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband