Blogg #15 Að kötta vigt er ojbara!
7.7.2013 | 23:24
Við komum mjög snemma á hótelið, tékkuðum okkur inn og Þórarinn var strax vakinn og fór út í hitann með bróður sínum Ásþóri að kötta fyrir mótið, en vigtuninni mundi ljúka eftir 6,5 klukkutíma. Hann er 9 ára og 36,6 kíló venjulega og þurfti að komast niður í 34kg til að minnka hættuna á meiðslum og auka líkurnar á að vinna. Hann hafði þegar tekið af sér 700 grömm frá sexleytið kvöldið áður þannig að 1,9 kg. voru eftir. Fyrir þá sem hafa ekki reynt þetta með börnum þá mæli ég ekki með því. Þetta er alveg ömurlegt fyrir börnin og fyrir foreldra ef þeir eru með í þessu.
Ég tók nákvæmlega sama pakkann á þetta, neitaði mér um sömu hlutina, drakk og borðaði það sama til að vita hvað hann var að fara í gegnum, fyrir utan kaffibollann sem ég varð að innbyrða á leiðinni til að vaka. Það var náttúrulega svindl en þap munar nokkru í heildarþyngd þannig að það jafnast aðeins.Eftir langa og erfiða næturkeyrslu frá Cincinnatti komum við til Moon Township í Pittsburgh, Pennsylvaniu. Allir sváfu í bílnum í þá 5 tíma sem ferðin tók, nema ykkar einlægur og svo Sævar sem tyllti sér við stýrið í eina klukkustund undir morgunn. Algjör trooper.
Þórarinn var hreint ótrúlegur, hélt út með Ásþóri í 2,5 tíma á meðan ég lagði mig. Ég svaf reyndar ekki nema í klukkustund því mér leið svo illa út af þessu og reif mig upp og skipti við Ásþór upp úr klukkan ellefu. Stutt og laggott þá gengum við Þórarinn, 30 ferðir umhverfis hótelið í steikjandi hita, en hver hringur tók 5,3 mínútur. Áður höfðu hann og Ásþór tekið einhvern slatta líka.
Þórarinn hljóp reyndar talsvert aukreitis og ég hreinlega skil ekki hvernig hann fór að því að gefast ekki upp eftir að ég hreinlega bauð honum það að fyrra bragði að hætta þessu bara og keppa bara í þyngri flokknum en það var klukkan 15.00 en vigtunin var til 16.30. Við fórum þá í sund í klukkustund því hvorugur okkar gat verið í sólinni lengur (hvað þá Þórarinn svona kappklæddur og örm
agna) ég tók það ekki í mál. Þetta var ótrúleg lífsreynsla fyrir mig að sjá barnið geta þetta, en hann bæði gerði fleiri æfingar en ég á leiðinni og fór beint úr æfingum með Ásþóri yfir í með mér.
Eins og ég sagði í eldri bloggum þá náði hann ekki vigt, heldur munaði örlitlu. Hann bara hætti að léttast klukkan 14.00 nánast og eftir það fóru aðeins 100 grömm.
Við enduðum daginn á að borða allt það gáfulegasta Kókómjólk, banana, pizzu, vatn, orkudrykki, sælgæti og slíkt. Hann fór svo að sofa og morgunninn eftir var hann fullur orku og kominn úr 34,4 kg sem hann létti sig niður í, upp í 36,7kg og geri aðrir betur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.