Blogg #14 Gengið í Cincinnatti


Næsta stopp var hjá vinkonu ykkar einlæga bloggritara, Niki Freimuth, Jay – Manninum hennar og vinkonu Tanya. Við komumst mjög seint á áfangastað, örþreytt og mikið ofboðslega urðum við fegin að sjá uppábúin rúm. Niki hafði ég aldrei hitt áður nema í tölvuleik sem við spiluðum saman og spjallað talsvert af og til í ein 12 ár og ég vissi nákvæmlega ekkert um fjölskylduna sem átti húsið sem við áttum að gista í. En því skemmtilegra var það!

 

Gona git ya

Fyrir utan barnið í hópnum þá samanstendur liðið okkar auðvitað af fjórum ungum mönnum og einni ungri konu sem er auðvitað ójafnt hlutfall. Það jafnaðist aðeins þegar fréttist milli húsa að þarna væru fjallmyndarlegir víkingar og var mjög gaman hjá krökkunum fram eftir nóttu og daginn eftir sömuleiðis því við drolluðum framyfir kvöldmat í heimsókn þar sem við nutum enn og aftur alveg makalausrar gestrisni og góðs matar.

Við fullorðna fólkið fórum með Þórarinn niður að stíflugarðinum og hreyfðum okkur aðeins en hann byrjaði þarna um daginn að kötta vigt til að komast í sinn flokk daginn eftir. Það var byrjunin á einni rosalegustu sýningu á sjálfsaga og viljastyrk og getu til að sigrastá hungri og þorsta sem ég hef séð. Hafið í huga í næsta bloggi að Þórarinn Þeyr er bara 9 ára og svona átak er eitt það ömurlegasta sem nokkurt foreldri getur hugsað sér að reyna til að hlífa honum við annarskonar vandræðum. Til að koma sér í stuð þá ákvað hann að leyfa húsfrúnni að klippa á sig hanakamb.

Ég skil við ykkur hér í þessu bloggi á jákvæðu nótunum með hópmynd af krökkunum rétt fyrir brottför. Aðspurðar hvaða unglingur kyssti hvern í þessari heimsókn, þá sögðu bandarísku stelpurnar að það væri leyndarmál. Segjum ekki meira um það!

Krakkarnir að kveðjast í Cincinatti 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband