Blogg #12 Graceland fær smá skammt af Elvisjúdó
7.7.2013 | 11:41
Eftir að hafa kvatt velgjörðarfólk okkar innilega, Campbell hjónin þau Glen og Nellie, Nick frænda þeirra og nágranna sem skutu yfir okkur skjólshúsi, þá var komið að því að stoppa heima hjá Elvis Presley áður en við næðum næsta áfangastað.
Elvis var fæddur 8. janúar, sama dag og María konan mín. Líklega giftist ég henni þessvegna án þess að átta mig á því fyrr en nokkru síðar! Það var ábyggilega eitthvað í vatninu. Hún er meir að segja lík rokkgoðinu þannig að öll rök hníga að því. Þótt ljóst væri að við mundum vera seint á ferðinni í Cincinnatti fyrir vikið þá mátti það eiga sig. Elvis skyldi heimsóttur.
Þessi staður er hreint ótrúlegur og myndir segja meira en mörg orð. Ég leyfi ykkur að njóta þeirra.
Fyrir utan Graceland og Ásþór í frumskógarherberginu
Setustofan við andyrið og strákarnir í eldhúsinu í Graceland
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.