Blogg #11 Gestrisni í Tennessee og Mississippi

Í Dallas hafði undirritaður haldið dálitla tölu á fremur fámennum fundi þess efnis að við værum að spá í að gera þessa för að einskonar Júdó Pílagrímsferð og í stað þess að bruna til Atlanta og þaðan til Pennsylvaniu í einum rykk, að taka beinu leiðina og stoppa á leiðinni og æfa júdó ef einhver hefði áhuga á því og að skjóta yfir okkur skjólshúsi.

 

Glen og Nellie Campbell og Nick, frændi Nellie

Þá gaf sig strax á tal við okkur Glen nokur Campbell sem kvaðst vera með klúbb við landamæri Tennessee og Mississippi í Memphis, heimabæ Elvis Presley. Úr varð að við mundum keyra þangað og sofa í heimahúsum hjá þrem fjölskyldum og æfa með þeim júdó og kenna dálítið júdó í leiðinni.

Júdó í Tennessee/Mississippi

Eftir langa en mjög skemmtilega keyrslu þar sem lagt var allt of seint af stað komum við heim til þeirra aðeins á eftir áætlun og fengum þá veður af því að tveir eða þrír klúbbar hefðu hrist saman í eina æfingu á tíma sem þeir æfðu venjulega ekki til að hitta þessa skrýtnu Íslendinga! Það var alveg magnað að koma inn í þetta fjölíþróttasvæði þar sem stundaðar voru bardagaíþróttir af öllum mögulegum gerðum og æfa með fólki sem við höfðum aldrei séð áður og af allskyns kalíberi. Eftir að ég hafði sýnt þeim „pönnukökutrixið“ og tveir aðrir hérlendir senseiar kennt kvaddi ég fyrir okkar hönd og þakkaði þeim fyrir einstakar móttökur.

Síðan var haldið til baka og gist hjá júdófólkinu. Þar fengum við stórkostlegar máltíðir, sérherbergi, uppábúin rúm, mat og drykk og spjölluðum við gestgjafana frameftir og sum okkar vöknuðu snemma morgunninn eftir og röbbuðum við þau. Þaðan var erfitt að fara og Þórarinn litli var svo einlægur í þökkunum við þau að ég hélt þau mundu stinga af með hann.

Sævar að takast á við Mississippi mann

Þaðan var ferðinni heitið til Graceland.

Kveðja, Rúnar og félagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband