Blogg #24 Júdó og partí

Dagarnir tíu í Atlanta voru lagðir undir júdó og partí!

Leo White og Waka Mu Sha

Við æfðum hjá Leo 13. 15. 17. og 20. júlí og hjá Josh White í bardagalistaklúbbi Richard Tremell þann 16. júlí. Ætlunin var að æfa þar líka þann 18. en Jackie og Leo White vildu endilega fá okkur aftur í heimsókn þannig að það varð ofan á. En byrjum á byrjuninni

Laugardagurinn 13. Júlí

Við vöknuðum eldsnemma og ykkar einlægi fararstjóri hafði áhyggjur af því að liðið yrði of seint og eins og venjulega þá fór það aðeins í skapið á honum. Við vorum hinsvegar on-time á endanum (kannski vegna hins áðurenfnds skapbrests) og úr varð þessi líka frábæra júdóæfing. Leo kenndi gólfglímu og sýndi snúning sem Ásþór hafði alltaf haldið mikið upp á í gamla daga en gleymt síðan þá. Það tók hann ca. 7 daga að gleyma honum aftur en maður minn hvað dagarnir voru skemmtilegir á meðan hann mundi viðsnúninginn!

Eftir hörku upphitun þar sem fararstjórarnir voru við það að lognast út af í hitanum tók við tækniæfing og svo glíma.

Það var upplífgandi að heyra Leo flytja ræðuna sem hann fer nánast alltaf með í upphafi tíma og við lok tíma. Þau tækifæri notar hann til að koma til skila hugsjón sinni um júdóæfingar. Sérstakt er hjá Waka Mu Sha að kennarinn (sensei) og nemendurnir (judoka) standa ekki andspænis hvor öðrum heldur í hring og virðingarstaðurinn sem fínni klúbbar hneigja sig til við upphaf og lok æfingar er ekki fyrir endanum heldur í miðjunni og speglar virðingunni á iðkendurnar. Þetta er ágætis venja hjá Leo og að sjálfsögðu tóku allir þátt í því.

Laugardagsafing

Eftir æfinguna notuðum við laugardaginn til að spila spunaspil saman, en helmingurinn af hópnum hafði aldri séð það áður og Daníela, Úlfur og Grímur höfðu aldrei áður prófað slíkt spil.

 

Það var feikilega gaman, tveir hópar hófu leikinn, annar undir stjórn Rúnars og hinn undir stjórn Péturs og leiðir þeirra lágu saman í miklu örlagastríði þar sem persónur Sævars, Þórarins, Ásþórs og Gríms náðu á síðustu stundu að koma í veg fyrir að persónur Úlfs og Daníelu létu lífið. Persóna Maríu hinsvegar missti lífið en Þórarinn litli linnti ekki látunum fyrr en hún var endurlífguð og kostaði það aðstoð guðanna og fórnir til þeirra.

Þeir sem skilja ekki hvað ég var að skrifa – Sorrý, þið eigið greinilega eftir að spila spunaspil.

Sunnudagurinn 14. júlí

Aðalatriðið þennan dag var matarboð hjá Jackie og Leo White og hlakkaði alla gríðarlega til að fara þangað upp úr hálf þrjú. María og Daníela voru komnar með ofsakláða af tilhlökkun yfir að fara að versla og þeim varð ekki haldið. Eins og Íslendingum sæmir voru þær á síðustu stundu, enginn tilbúinn og því urðum við aðeins of sein í matarboðið sem haldið var fyrir okkur.

Fljótlega voru Grímur og Úlfur komnir í hrókasamræður við Leo, en þeim hafði orðið vel til vina á æfingunni og lært mikið.

Leo, Grímur og Úlfur í júdóspjalli 

Það skemmdi þó ekki fyrir alveg frábærri stund en við vorum lengi frameftir hjá þeim, spjölluðum um júdó, Ísland, ferðina, mót og annað. Leo og Jackie fóru með okkur í skoðunarferð ofan í kassa og hirslur í kjallaranum þar sem dreginn var fram aragrúi af verðlaunum og viðurkenningum fyrir árangur í júdó. Það er helst að maður hafi séð jafn glæsilegt safn heima hjá Bjarna Friðrikssyni. Við smelltum einni mynd af í ókláruðum kjallaranum hjá þeim en þar á „Trophy-safnið“ framtíðarheimili.

Hópurinn með Leo

Húsið hafði verið þrifið og þvegið og spúlað að utan og innan fyrir heimsóknina og ekki skemmdi fyrir að þau hjónin voru búin að bjóða flestum þeim júdómönnum sem við María, Ásþór og Þórarinn þekktum frá því að við bjuggum hér, þannig að úr urðu fagnaðarfundir.

Matarboðið

 

Þórarinn Þeyr hafði nóg að gera við að skemmta sér með þeim krökkum sem þarna voru, en Íslendingurinn Kristján Örn Óskarsson er við nám í Atlanta mætti ásamt konu og börnum. Það kom samt ekki veg fyrir að Þórarinn tékkaði aðeins á stóru stelpunum á staðnum en Meg og Elaina æfðu júdó með honum og Ásþóri fyrir þremur árum.

Meg, Þórarinn og Elaina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband